Sunday, February 8, 2009

Enn um brauðið góða

Ég fékk þá flugu í höfuðið um daginn að gera eplapie. Ég fór því í búðina til að kaupa epli og hveiti í kökuna, mig vantaði sæt epli og vissi nafnið á nokkrum þannig en snillingarnir í búðunum hér setja aldrei nafnið á eplunum í kassan, en samt getur verið 300 kr verðmunur og í verð merkingunni uppi á vegg stendur ,, gul epli x kr/kg" ,,græn epli x kr/kg" og svo lítur maður á úrvalið og viti menn, það er enginn litarmunur á 3 tegundum af eplum, þau eru öll græn!!! Ég varð að sjálfsögðu alveg brjáluð og endaði með að kaupa Fugi eplin ásamt ,,grænum eplum" sem ég að sjálfsögðu hef ekki hugmynd um nafnið. Vissuð þið að það eru til yfir hundrað eplategundir og bragðið er alls ekki eins á þeim, reyndar mjög mismunandi? En jæja ég komst yfir pirringinn af þessu um leið og ég smakkaði á guðdómlegu pæjunni, uppskriftina fann ég á netsíðu sem ég leita mikið í þegar ég vil baka eða bara smjatta í hausnum á einhverjum réttum sem ég nenni ekki að elda sjálf, kemur fyrir alla... Hins vegar misskildi ég eitthvað magnið á eplunum eða var með of lítið kökuform þar sem ég á ekki ekta pie-form, þannig að ég var með allt of mikið af eplum sem ég hafði þegar skorið í bita og sett kanilsykur á, hvað var þá til ráða? jú Brauðið góða... Ég henti í brauðið og setti eplin í staðinn fyrir hnetu- og rúsínublönduna og setti smá haframjöl með, kannski meira fyrir samviskuna en nokkuð annað, og út kom dýrindis eplabrauð. Algjört sælgæti!
Annars hefur þessi vika verið full af matarboðum þannig að það tók því ekki að búa til matseðil fyrir vikuna. Nú styttist í að ég verði aftur að hinni venjulegu húsmóður í 8 tíma starfi á dag sem þarf svo að finna út hvað á að hafa í matinn eftir vinnu á hverjum degi, þá verður líklega meira um fulla matseðla fyrir alla vikuna. Ég hlakka mikið til.

2 comments:

Anonymous said...

Ég gerði brauðið góða um helgina. Átti fullt af hnetumtýpum og möndlum síðan um jólin bætti svo við haframjöli og afgangsmúslí. Heppnaðist mjög vel og auðvelt að gera það :)
Næst ætla ég að prófa að setja minni sykur og heldurðu að það ætti að ganga að setja spelt til helmings á móti hveitinu. Allavega prófa það næst.

Geturðu sagt mér munninn á veal cutlets og veal scallopini.

Takk!

Lesandi í Vesturheimi

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

Sælar lesandi í Vesturheimi.
frábært jú ég held að speltið myndi alveg ganga, ekki spurning.
ég gæti trúað því að veal cutlets sé kjöt af nokkrum vöðvum ekki neinum sérstökum, gefur seljanda svigrúm til að nýta það sem til er. Veal scallopini er kálfasnitsel.
Steingleymdi að setja inn uppskriftirnar á sunnudaginn, geri það pottþétt á morgun,,,afsakaðu!:)