Thursday, April 22, 2010

Magnaðir hamborgarar!


Þar sem ég er í hollustunni alla daga var mig farið að langa verulega í grillaða hamborgara og svona til að friða samviskuna þá ákvað ég að fara með þetta alla leið og bakaði meira að segja brauðið líka! Útkoman var hreint út sagt mögnuð!! Ég reyndi að taka mynd af herlegheitunum en veit ekki alveg hvernig til tókst þar sem það var á símann minn, en vonandi kem ég henni hér inn.
En hér er uppskriftin og ég get alveg lofað ykkur að þessir slá í gegn og verða gerðir aftur í sólinni í sumar(er mjög bjartsýn á gott sumar að sjálfsögðu)

Gleðilegt sumar allir saman og endilega grillið þessa og hafið bjór við höndina, hann passar hrikalega vel við, þá sérstaklega einhver dökkur eða Kaldi.
Til þess að það sé auðveldara fyrir fólk að leita að þessu í framtíðinni þá ætla ég að setja þetta í nokkrar færslur hér inn,þá er hægt að googla þetta auðveldlega, sérstaklega ef þið viljið nota sósuna í eitthvað annað eins og ég ætla svo sannarlega að gera.

Magnaðir hamborgarar með heimatilbúnu brauði og heimatilbúinni BBQ sósu

Hamborgarabrauð
f/8
250 ml nýmjólk
200 ml rjómi
50 ml volgt vatn
7 gr þurrger
50 ml sykur
2 tsk salt
1 kg hveiti (afsakið, þetta kemur soldið seint þessi lagfæring;))

1 egg
2 tsk sesamfræ

Aðferð:
1. Sjóðið létt saman mjólkina og rjómann og kælið niður í 40-50°C(eða þegar putta er stungið í og ykkur þykir blandan aðeins heit)
2. Blandið saman þurrgeri og vatni og bíðið þar til það freyðir, þá getið þið notað hana. ef hún freyðir ekki er ráð að henda og búa til nýja blöndu.
3. Bætið volgri mjólkurblöndunni saman við ásamt sykri,hveiti og salti. Hrærið í hrærivél á lágum hitafyrst(með hnoðaranum)eða hnoðið með sleif, svo á aðeins hraðari og hnoðið í 6 mín.(ef þið gerið í höndunum þá þarf ekki endilega að hnoða í 6 mín.) eða þar til deigið er svolítið klístrað.
4. Færið yfir í skál sem hefur verið smurð með olíu og berið olíu yfir deigið. Setjið viskastykki yfir og látið hefast við stofuhita eða aðeins heitara í 2 tíma.
5.Hnoðið þá aðeins deigið og bætið hveiti saman við og fletjið út í 2 cm þykkan hring og skerið út 8 hringi, ef þið náið ekki alveg 8 hringjum(10 cm í þvermál) er í lagi að hnoða afgangana einu sinni til viðbótar og skera út rest.
6. Setjið á bökunarpappír og setjið olíusmurða plastfilmu yfir látið hefast í 1,5 tíma eða jafnvel 2 ef þið hafið tíma, við stofuhita eða inni í ofni, eins og ég geri. Þegar þau eru tilbúin eru þau smurð með þeyttu egginu og sesamfræjum stráð yfir og brauðin eru bökuð í forhituðum ofni við 190°C í 20-25 mín. Kælið. Svo eru þau skorin í tvennt og sárin smurð með olíu og grilluð í eina mínútu með sárið niður.
Þessi er svakaleg!! Ég mæli með henni á allt BBQ í framtíðinni sem þið munið nokkurn tíman gera, þessi er svona The Ultimate, ekki spurning!

3 comments:

Björg said...

Sæl Sigurrós.
Hvað seturðu mikið af hveiti í hamborgarabrauðin?
Ein ókunnug :)

Anonymous said...

hvað meinaru með 50 ml af sykri? :)
hef aldrei heyrt þetta áður

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

50 ml er hálfur desilítri