Thursday, April 22, 2010

Texas BBQ sósa

Texas BBQ sósa
f/8 hamborgara
1 msk smjör
1 hvítlauksrif,kramið
200 ml tómatsósa(ketchup)
70 ml púðursykur
70 ml Worcestershire sósa
50 ml sítrónusafi
1 chillialdin, ég setti bara smá með fræjum en þeir sem vilja hafa hana heita setja heilann
1/4 tsk cayennapipar

Aðferð:
1.Bræðið smjörið í meðalstórum potti við meðalhita,bætið hvítlauk saman við og hrærið í 30 sekúndur. Bætið tómatsósu saman við ásam restinni af hráefninu. Látið sjóða. Lækkið hitann í meðal-lágan og látið malla þar til sósan er þykk og bragðmikil eða kemst í 270 ml glas, ca 15 mín., hrærið af og til á meðan. Saltið og piprið. Kælið.
Athugið að hægt er að geyma sósuna í kæliskáp í lofttæmdum umbúðum í viku.

No comments: