Wednesday, December 30, 2009

Pasta með steiktum harricot verte baunum og balsamicdressingu

Ég er í einhverju pastastuði þessa dagana, kannski vegna þess að það er langt síðan ég hef haft það og hátíðamaturinn þetta árið sem önnur þungur í maga og þarf aðeins að létta á þessu öllu saman.
Ég henti í eitt salat í gær með þessari frábæru dressingu, svo langaði mig að fá smá Ítalíufílíng í kroppinn og steikti því strengjabaunir með extra virgin ólífuolíu og maldonsalti, þar til þær verða léttbrúnar, það er fáránlega gott, soldið eins og snakk.
Venjulega þegar ég geri svona salat með pasta hef ég enga dressingu en í þetta skiptið ákvað ég að breyta til og það heppnaðist svona líka dásamlega.

Pasta með steiktum harricot verte baunum og balsamic dressingu
f/4
400 gr pasta
200 gr strengjabaunir(harricot verte)
6 kirsuberjatómatar eða konfekttómatar, skornir í fernt
3 msk fetaostur
3 msk ólifur, skornar í tvennt
3-4 sneiðar beikon
2 tsk sýrður rjómi
2 tsk majónes
salt og pipar

Dressing:
2 msk balsamico edik
4-5 msk ólífuolía
1 tsk sinnep
1 msk púðursykur

Aðferð:
1. Steikið baunirnar mjög vel í slatta af olíu og smá maldon salti, þar til þær eru létt brúnaðar. Á meðan er beikonið steikt í ofninum(setjið á smjörpappír og grillið) og vatn sett yfir fyrir pasta.
2. Sjóðið pasta og létt kælið það.
3. Setjið allt í skál fyrir utan dressinguna og blandið létt saman
4. Gerið dressinguna: Notið helst töfrasprota til þess að gera hana þykka, þá er olíunni hellt varlega saman við edikið og púðursykurinn og hrært í á meðan svo er sinnepinu bætt saman við.
Blandið saman við pastað eftir smekk. Sumir vilja hafa mikið aðrir lítið, læt ykkur ráða því.

No comments: