já nú er ég til í slaginn, komin í venjulegan vinnutíma og þá er ekkert annað að gera en að halda áfram með vikumatseðlana. Ég tók eftir því að þegar þeir voru ekki til staðar þá fór verðið á matarkörfunni upp um 2000 kr á viku sem er enginn smá peningur!
Nú er ég líka orðin ófrísk þannig að síðustu 3 mánuðir hafa einnig einkennst af mikilli ,,morgun" ógleði sem teygði sig yfir allan daginn og var því ómögulegt fyrir mig að borða mat sem var mikið brasaður eða steiktur eða eitthvað í þeim dúr, það er líka kannski ástæðan fyrir því að réttirnir sem ég hef sett inn síðustu mánuði hafa verið mjög léttir. Það var t.d. ekki séns fyrir mig að borða uppáhaldið mitt, brasseraða rétti. Mig hefur nú í langan tíma langað til að elda uxahala handa honum Sverri mínum(hmm eða mér), því hann trúir mér ekki að það sé svona fáránlega gott eins og ég held fram. Þar sem hægt er að kaupa uxahala á 10 kr kílóið væri hægt að segja að það sé mjög ódýr matur. Ég ætla að gera þann rétt einhvern tímann á næstu vikum. Ég hef líka ákveðið og verið dugleg við að setja inn fiskrétt í hverri viku, nauðsynlegt fyrir heila litla krílisins, eða svo segir mamma.
Nóg er komið af blaðri í þetta skiptið og hér kemur matseðill vikunnar.
Matseðill vikunnar 19.feb-22.feb.
Fimmtudagur
Grísahnakkar(fékk þá á tilboði um daginn og henti í frystinn)
BBQ sósan hans pabba og bakaðar kartöflur(var að lesa að kartöfluhýði getur innihaldið eiturefni, en mér er sama, hýðið á bakaðri kartöflu er best!)
Föstudagur
Risotto, ég verð að sjá hvernig flökurleikinn verður, hvort ég geti fengið sveppa eða tómat eða hvað það nú verður...
Laugardagur
Grilluð lúða í paprikuþema, grillaðar paprikusósa, kartöflumús með paprikum og fetaosti og kannski maður hendi í paprikusalat með grilluðum paprikum, jú ég er með smá æði fyrir rauðum paprikum.
Sunnudagur
Pizza eða grillaður kjúklingur fer eftir leti dagsins.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Til lukku kæra Sigurrós og fjölskylda með bumbuna! Dásamlegar fréttir!!!!
Knús til allra.
R.S.
Kærar þakkir.
Gaman að pizzan sló í gegn, þetta var mjög gott mútur;)
Post a Comment