Tuesday, September 1, 2009

Mjúkar súkkulaðibita-haframjölsklattar


Okkur er boðið í mat í kvöld þannig að ekkert verður úr súpunni en ég ákvað að baka klatta.
Þeir eru himneskir og alls ekki svo dýrir, ég átti mest allt af hráefninu fyrir þannig að ég býst við að í flestum eldhúsum sé það sama til staðar.
En án efa þeir bestu sem ég hef smakkað í laaaangan tíma. Það hafa nokkrir komið með athugasemdir í sambandi við kanilinn og negulinn og ég ráðlegg því þeim sem eru ekki miklir aðdáendur þessara krydda að sleppa þeim, það gerir ekkert til. Ef þið viljið minna súkkulaðibragð er líka mjög gott að nota vanillubúðing í staðinn fyrir súkkulaðibúðing. Þessar kökur dreifa ekkert úr sér í ofninum því er best að forma þær eins og þið viljið hafa þær áður en þær eru settar í ofninn, hvort sem þið viljið hafa þær stórar og þykkar eða stórar og þunnar. Ef þið hafið þær þykkar þá er best að lengja tímann um 2 mínútur þ.e. 12 mínútur en 10 ef þær eru þunnar.

16 klattar

200 ml smjör
150 ml sykur
150 ml púðursykur
2 egg
100 gr súkkulaðibúðingur, Royal
1 msk vanilludropar
1 tsk matarsódi
1 tsk vatn
örlítill kanill
örlítill negull
200 ml haframjöl
450 ml hveiti
250 gr súkkulaðidropar
50 ml valhnetur, saxaðar

Aðferð:
1. Hitið ofninn í 190°C
2. Pískið smjörið þar til það er létt, bætið þá báðum tegundunum af sykrinum saman við þar til það er létt og ljóst, Bætið þá eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli.
3.Bætið þá búðingnum, vanilludropunum, matarsódanum, vatni og kryddinu saman við. Hrærið vel.
4. Bætið þá haframjölinu saman við og síðast hveitinu.
5.Blandið þá súkkulaðidropunum og valhnetunum saman við með sleif.
6.Setjið eins og 3 msk í eina köku og látið hana vera örlítið þykka og hafið eins og 5 sm á milli hverrar köku. Bakið í 11 mín. Eða þar til þær virðast þurrar að ofan, örlítið brotnar og mjúkar viðkomu. Takið út og kælið. Passið að ofbaka ekki.

3 comments:

Deeza said...

Rosalega líst mér vel á þessa. Prófa pottþétt.

Hafdís.

Anonymous said...

lítur vel út...en hér eru ekki til thessir royal búdingar, get ég notas súkk. múss í stadinn kanski??

knús, harpa

cockurinn said...

tja þetta þarf að vera í þurru formi þannig að ef það er til eitthvð svol. þarna þá ætti það að duga.