Síðasta vika fór nú eitthvað í rugl svona um kvöldmatartímann sem gerði það að verkum að helmingurinn af því sem ég hafði ákveðið að búa til var ekki búið til en þá var því sem átti að nota bara hent í frystinn og verður notað í þessari viku eða seinna, eins og gengur og gerist bara.
Vonandi verður þessi vika eins og hún er plönuð en mig langaði hins vegar að segja ykkur frá því að ég fór í búðina með innkaupalista fyrir þessa rétti sem ég hafði ákveðið og við fórum ekkert í búðina fyrir utan þetta eina skipti og ég get sagt ykkur það að útgjöld þeirrar viku lækkuðu um helming ef ekki meira!
Það verður eitthvað flakk á okkur áfram í þessari viku þannig að ég ætla að búa til matseðil sem auðvelt er að breyta ef eitthvað kemur uppá.
Ég gerði aftur á móti kjúkling á mánudaginn sem kom mjög vel út og alveg fáránlega fljótlegur. Ég nefnilega hafði engan tíma til að elda og eiginmaðurinn í gamlingjabolta og ég þurfti að vera að skutlast hingað og þangað þannig að þetta endaði svona en sem betur fer var þetta afar gómsætt.
Matseðill fyrir vikuna 11.01-17.01
Mánudagur
kjúklingur og kartöflur með lauk, beikoni og sveppum
Þriðjudagur
samlokur
Miðvikudagur
saltfiskur miðjarðarhafsstyle
Fimmtudagur
pastasalat, ætli það verði ekki bara rifið úr ísskápnum það sem til er!
Föstudagur
Ætla að reyna aftur við lambaskankana, sjáum hvort ekki verði af því þennan daginn
Laugardagur
ætla að hafa allt opið þennan daginn
Sunnudagur
er ekki best að hafa pizzudag?!
Monday, January 11, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment