Friday, January 1, 2010
Marengstoppar fylltir með fílakaramellu-súkkulaðimús
Ég átti að sjá um eftirréttinn á gamlársdag og ákvað að vera með Toblerone ís, fékk uppskrift hjá tengdamömmu og svo kom í ljós að ísinn var meiriháttar auðveldur þannig að mér fannst ég þurfa að gera eitthvað meira og þar að auki átti ég þá 14 eggjahvítur eftir alla ísgerðina um hátíðarnar og ég bara hafði það ekki í mér að henda þeim í ruslið. Ég henti því í marengstoppa og ætlaði að láta það duga en svo bara einhvern veginn byrjaði þetta að gerjast í hausnum á mér og svo varð úr að ég ákvað að fylla þetta með einhverju sem væri fáránlega auðvelt að gera og úr varð súkkulaðimús, ég reyndar notaði afganginn af súkkulaðikaramellunum og bræddi þær og bætti svo meira súkkulaði við til að nota sem massann í súkkulaðimúsina og það var hreint út sagt guðdómlegt! Ég held samt sem áður að það sé líka alveg rosalega gott með einfaldri súkkulaðimús þannig að ég set hér inn uppskrift af því. Þessi marengs sem ég gerði varð holur sjálfkrafa og ég sprautaði þeim mjög nálægt hvor öðrum þannig að þegar ég þurfti að taka þá í sundur þá myndaðist smá gat á hliðinni þar sem ég gat sprautað súkkulaðimúsinni inní. Gestirnir spurðu mig oft að því hvort þetta væri ekki rosalega mikið mál en það lítur nefnilega þannig út en plúsinn er að það er það alls ekki! Þannig að þú getur boðið uppá þetta í matarboði og fólk á eftir að úa og aa og halda að þú hafir staðið sveitt yfir þessu en þá er þetta bara rosalega auðvelt! En ef það myndast ekki gat á þeim er hægt að skera toppana í tvennt og setja músina á milli. Ég gerði súkkulaðimús úr afgangi af súkkulaðikaramellunum sem ég gerði fyrir aðfangadag, en ég hafði gleymt nokkrum inni í ísskáp, en það er auðveldlega hægt að kaupa fílakaramellur og bræða þær ásamt súkkulaði til að setja í músina.
Púðursykursmarengstoppar
(2 ofnplötur) f/10-12 manns
8 eggjahvítur
200 gr sykur
200 gr púðursykur
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 120°C
2. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið svo sykrunum saman við og þeytið í 8-12 mínútur.
3. Setjið í sprautupoka og sprautið toppa á bökunarpappír frekar nálægt hvor öðrum.
4. Bakið í 50-60 mínútur og hækkið hitann í 150°C síðustu 10 mínúturnar, kælið í ofninum annað hvort rétt aðeins opnum eða lokuðum.
Fílakaramellu-súkkulaðimús
f/toppa fyrir 10-12 manns
4-5 fílakaramellur
150 gr súkkulaði, má vera hvaða súkkulaði sem er en best væri 56%
200 ml rjómi
400 ml rjómi, léttþeyttur
Aðferð:
1. Bræðið súkkulaðið og 200 ml af rjóma saman í potti, kælið
2. Léttþeytið rjómann og blandið svo saman þegar súkkulaðið er orðið kalt.
3. setjið í sprautupoka með mjóum stút og sprautið inn í toppana.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég sagði frænkum mínum frá þessari uppskrift og ALLAR vilja ólmar smakka þetta. Ætla því að reyna :)
Kv,Ásdís
Mikið rosalega var ég glöð að heyra á fésbókinniað þetta gekk svona ljómandi hjá þér!
Post a Comment