Mig langaði til að gera brownies en hafa eitthvað öðruvísi og þá fann ég þessa hugmynd, ég reyndar breytti aðeins uppskriftinni eftir mínum smekk og hún er algjört dúndur, ég bara get ekki hætt að borða þetta, ætli þetta sé ávanabindandi, það er spurning.
Ef þið viljið bombu þá prófið þessa!
Súkkulaði og ostakökubrownies
gerir 16 kökur
Fyrir browniesdeigið
120 gr suðusúkkulaði
110 gr 70% súkkulaði, gróft saxað
3 msk smjör
1 tsk vanilludropar
300 ml sykur
195 ml hveiti
3 egg
Fyrir ostakökudeigið
230 gr rjómaostur,mjúkur
1/4 tsk vanilludropar
70 ml sykur
1 eggjarauða
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 20 cm ferkantað form
2. Bræðið smjörið og suðusúkkulaðið saman í vatnsbaði, þegar það er bráðið er sykrinum, vanillunni og eggjunum hrært saman við, þá er hveitinu bætt saman við og síðast söxuðu 70% súkkulaðinu. Hellið mestu deiginu í formið og geymið eins og 2 msk.
3. Gerið ostakökudeigið: hrærið saman rjómaosti,vanilludropum,sykri og eggjarauðu með sleif og setjið stóra dropa af því jafnt yfir súkkulaðideigið. Setjið svo restina af súkkulaðideiginu í dropum yfir ostakökudeigið og farið svo yfir með beittum hníf þannig að þið búið til skraut úr deiginu. eins og í marmara
4. Bakið við 180°C í 25-35 mínútur, eða þar til jaðarnir á kökunni hafa lyfts og hún hefur rétt sest í miðjunni.