Monday, May 25, 2009

Matseðill fyrir vikuna 25.05-31.05

Það verður sparað þessa vikuna en þó er ég í svo miklu stuði eitthvað að ég verð að improvisera rosalega þessa vikuna! Það verður eitthvað tekið úr frystinum og þess háttar en í kvöld verður spennandi að sjá hvort það heppnast sem ég ætla að búa til, hmmm....

Mánudagur
afgangar af grillspjótum sett í pomodorospaghetti sósu með spaghettíi

Þriðjudagur
lasagna tekið úr frystinum borið fram með salati og brauði

Miðvikudagur(heyrði af úrslitaleik í einhverju, verð því bara að elda fyrir mig og litlu mýslu)
Gulrótarsúpa með brauði og steiktar strengjabaunir, við þurfum ekki meira stúlkurnar enda er þetta hvoru tveggja uppáhaldið okkar

Fimmtudagur
steiktur eða grilluð bleikja( ef ég næ mér í góða í fiskbúðinni) með steiktum ananas og austurlenskri sósu

Föstudagur
kjúklingurinn verður líklegast tekinn úr frystinum og ætla ég að hafa hann nokkurs konar grillaðan Diavolo kjúkling borið fram með bökuðum kartöflum

Laugardagur
hér er nú venjulega allt óvíst en best að gera ráð fyrir einhverju sem hægt er að frysta ef manni væri boðið í mat eða eitthvað kæmi uppá þannig að ég ætla að hafa afganga af kjúklingnum með afganga af kartöflusalati, það gæti líka verið að ég kíki aftur í Kolaportið og kaupi einhver spennandi egg eins og Langvíu og hafi með einhverjum fisk. Eins og ég segi allt kemur til greina!!

Sunnudagur
eigum við ekki bara að segja PIZZA og í þetta skiptið ætla ég að grilla hana/þær mmm nammi namm...

No comments: